Stefnt er að því að allir reikningar verði rafrænir.

January 30, 2019

Í nýrri frétt frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er greint frá því að allir reikningar eigi að vera rafrænir.

    „Stefnt er að því að á næstu árum verði all­ir reikn­ing­ar sem ber­ast til hins op­in­bera ra­f­ræn­ir. Í dag eru 70% reikn­inga vegna op­in­berra inn­kaupa ra­f­ræn­ir, en á næstu árum stend­ur til að þrengja enn frek­ar að notk­un papp­írs.

Ný reglu­gerð hef­ur tekið gildi hvað þetta varðar, en með henni er tek­inn upp evr­ópsk­ur staðall um ra­f­ræn­an reikn­ing, sem ríki og sveit­ar­fé­lög skulu styðja, en inn­leiðingu á að vera lokið 18. apríl næst­kom­andi.

Í frétta­til­kynn­ingu  frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti seg­ir að ra­f­ræn­ir reikn­ing­ar ein­faldi viðskipti fyr­ir­tækja við hið op­in­bera og dragi úr hindr­un­um og kostnaði í viðskipt­um jafnt inn­an­lands sem og milli landa.

Ra­f­rænn reikn­ing­ur er tölvu­les­an­legt skjal á XML-formi sem styður við sjálf­virkni í inn­lestri inn í fjár­hags­kerfi kaup­anda, en reikn­ing­ar á PDF-formi flokk­ast ekki sem ra­f­ræn­ir reikn­ing­ar.

„Notk­un ra­f­rænna reikn­inga fel­ur, auk um­hverf­is­sjón­ar­miða, í sér að af­greiðsla verður hraðari og ör­ugg­ari og send­ing­ar- og geymslu­kostnaður lægri,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Inn­leiðing ra­f­rænna reikn­inga hófst hér­lend­is árið 2007 og hef­ur hlut­fall þeirra farið hækk­andi ár frá ári, enda er kveðið á um það í gild­andi viðskipta­skil­mál­um rík­is­ins að all­ir reikn­ing­ar til rík­is­stofn­ana skuli vera ra­f­ræn­ir, nema um annað sé sér­stak­lega samið.“ (Mbl.is, 2019)

Þetta ferli fellur vel að okkar lausnum í bókhaldi og sölu. Endilega hafa samband við söludeild Svar í síma 510 6000 fyrir nánari upplýsingar.

 

Heimidlir: Mbl.is. (2019, 30.janúar). Allir reikningar verði rafrænir. Mbl.is. Sótt af https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/01/30/allir_reikningar_verdi_rafraenir/

author avatar
svar2020